Select Page

Samantekt

Hér má finna samantekt á tengingum hundaeiganda og almennings við hagaðila.

Lög og reglugerðir

=

Alþingi

=

Matvælaráðuneyti

> Dýravelferð. L.55/2013, R.80/2016
 – Reglugerð um bann við aðgerðum á hundum og köttum sem framkvæmdar eru án læknisfræðilegra ástæðna. R.526/2001 
> Innflutningur gæludýra. L.54/1990, R.200/2020

=

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti

> Hollustuhættir og mengunarvarnir. L.7/1998, R.941/2002
Hundasamþykktir.
> Friðlýsingar. L.60/2013

=

Innviðaráðuneyti

> Hundahald í fjölbýli. L.26/1994

Hvað er dýrafulltrúi?

=

Sjálfboðaliði sem hefur áhuga á velferð gæludýra.

=

Gefur kost á að dýraeigendur hafi samband við sig að fyrra bragði.

=

Er með örmerkjalesara ef einstaklingar finna dýr sem gætu verið týnd.

=

Getur svarað spurningum gæludýraeigenda og bent þeim á hvert þeir geti leitað varðandi hin ýmsu málefni sem tengjast dýrum. Þarf ekki að vita svör við öllu en ætti að geta leiðbeint fólki í rétta átt.

Fræðsla og þjálfun fyrir dýraeigendur

=

Hundaþjálfarar og hundaskólar

> Hvolpanámskeið og hlýðninámskeið.
> Hundafimi.
> Veiðiþjálfun.
> Starfandi hundar. (M.a. leiðsöguhundar, björgunarsveitarhundar, smalahundar og fíkniefnahundar.)

=

Hundaþjálfarar og atferlisfræðingar

> Hegðunarvandamál, oft hægt að fyrirbyggja með góðri fræðslu.

=

Dýralæknar

> Algengir sjúkdómar (Parvó).
> Arfgengir sjúkdómar (PRA, hjartamurr).
> Skyndihjálp.

Hundasamþykktir

=

64 Sveitarfélög

> Setja reglur fyrir hundaeigendur, geta verið mjög misjafnar milli sveitarfélaga.
> 56 sveitarfélög hafa sett sér 48 mismunandi hundasamþykktir.
> Þó er hvergi nein sveitarfélagasérstaða tengd hundum og hollustuháttum.
> Elstu hundasamþykktir í gildi voru settar árið 1987.

=

9 Heilbrigðiseftirlit

> Framfylgir þeim reglum sem eru settar fram í hundasamþykktum.

=

Umhverfisstofnun

> Á að vera ráðgefandi þegar ný atriði rata inn í samþykktir.

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála

> Öllum ákvörðunum Heilbrigðiseftirlits varðandi framkvæmd hundasamþykkta er hægt að áfrýja til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Dýraþjónusta Reykjavíkur (DÝR)

> Sér um samskipti við dýraeigendur í Reykjavík í umboði sveitarfélagsins og heilbrigðiseftirlitsins

Ormahreinsun

=

Ástæða ormahreinsunar er sullaveiki sem getur dregið fólk til dauða

> Árið 1960 varð síðasta dauðsfallið á Íslandi vegna sullaveiki

=

Sullur smitast frá búfé í hunda og þaðan aftur í búfé og í fólk

> Síðasta sullaveika kindin fannst 1979 í Stöðvarfirði

=

Heilbrigðiseftirlit

> Hefur oftast nær eftirlit með að hundaeigendur ormahreinsi hunda, þó ekki alltaf*

=

Dýralæknar

> Framkvæma ormahreinsanir með lyfjagjöf þegar þörf krefur.

*Ef ekki er kveðið á um annað í samþykkt viðkomandi sveitarfélags skal eigandi eða umráðamaður hunds geyma hreinsunarvottorð í þrjú ár og framvísa til eftirlitsaðila ef óskað er.

Óþrifnaður

=

Áhaldahús sveitarfélaga

> Tilkynningar um óþrifnað á almannafæri.

=

Lausaganga hunda í þéttbýli eykur óþrifnað. Hundar hlaupa úr augsýn eigenda til að gera þarfir sínar. Nær ómögulegt fyrir þá eigendur að þrífa upp.

=

Ábyrgir hundaeigendur skammaðir fyrir skussana.

=

Einn hundur sem fær alltaf að vera laus skilur eftir sig a.m.k. 365 skítahrúgur á ári.

Hávaði

=

Heilbrigðiseftirlit

> Tekur við kvörtunum um hávaða af hundum og kannar málið sé ekki um dýraníð að ræða.

=

Lögregla

> Samkvæmt lögreglusamþykkt í Reykjavík er „Bannað er að hafast nokkuð að sem veldur ónæði eða raskar næturró manna.”

Fjölbýli

=

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti (var Félagsmálaráðuneyti)

> Reglur um að í fjölbýli þurfi samþykki 2/3 íbúða til að leyfi fáist fyrir því að halda þar hund.

> Samþykki miðast við að bæði þurfi 2/3 eigenda og 2/3 eignahluta í fjölbýli þar sem er sameiginlegur inngangur eða stigagangur.

=

Fylla þarf út eyðublað þar sem eigendur íbúða í fjölbýli undirrita samþykki fyrir hundahaldi

> Á eyðublaðinu þarf að koma fram heimilisfang, nafn hundaeiganda og dagsetning.

> Íbúðanúmer þarf að vera við hverja undirskrift ásamt eignarprósentu íbúðarinnar.

=

Eigendur íbúða þurfa að undirrita eyðublaðið þó íbúðir séu í útleigu og eigandi búi ekki í viðkomandi fjölbýli

=

Þrátt fyrir að leyfi liggi fyrir getur íbúi með ofnæmi á háu stigi óskað eftir að kærunefnd húsamála leiti lausna sé sambýli við hunda óbærilegt.

Þinglýsing hundaleyfis í fjölbýli

=

Í fjölbýli þarf 2/3 hluta eigenda/eignarhluta í sama stigagangi/inngangi að samþykkja hundahald.

> Húsfélag getur með samþykki 2/3 hluta eigenda/eignarhluta lýst yfir að veitt sé almennt leyfi til hundahalds eða tilteknum hundum. Getur húsfélagið bundið slíkt leyfi skilyrðum.

> Taka þarf skýrt fram að yfirlýsingunni skuli þinglýst og fastanúmer eignar tilgreint á henni.

=

Þegar búið er að fá samþykki fyrir hundahaldi í fjölbýli er hægt að þinglýsa því.

> Í 33. gr. e. um lög um fjöleignarhús 26/1994 segir um samþykki fyrir hundahaldi: “Samþykkið er óafturkallanlegt að óbreyttum forsendum en þinglýsingar er þörf til að það haldi gagnvart síðari eigendum í góðri trú.”

=

Sýslumenn

> Taka við eyðublaði/yfirlýsingu húsfélags til þinglýsingar.

> Eyðublaðið þarf að vera dagsett, undirritað og vottað af tveimur einstaklingum.

> Ef ekki liggur fyrir samþykki húsfélags um leyfi fyrir hundahaldi í stigagangi þurfa allir eigendur íbúða í stigaganginum að undirrita eyðublaðið til að það sé hægt að fá því þinglýst óháð því hvort þeir séu samþykkir hundahaldinu eða ekki.

Ofnæmi

=

Þrátt fyrir að 2/3 eigenda í stigagangi geti samþykkt hundahald í fjölbýli þarf að taka sérstakt tillit til ofnæmissjúklinga.

> Í 33. gr. e. um lög um fjöleignarhús 26/1994 segir um ofnæmi. “Liggi fyrir samþykki um hunda- og kattahald í fjöleignarhúsi í samræmi við grein þessa en eigandi eða einhver í hans fjölskyldu er með ofnæmi fyrir hundum eða köttum á svo háu stigi að sambýlið við leiðsögu- eða hjálparhund sé óbærilegt og læknisfræðileg gögn staðfesta það skal kærunefnd húsamála leita lausna að fengnu áliti ofnæmislækna og sérfræðinga á öðrum sviðum ef því er að skipta. ”

Kærunefnd húsamála

=

Komi upp ágreiningur um hundahald í fjölbýli er hægt að vísa málinu til kærunefndar húsamála sem tekur málið til úrskurðar.

Friðlýsingar

=

Umhverfisstofnun

> Í friðlýsingar eru komin ákvæði um ýmist algjört bann við hundum eða að taumskylda sé innan friðlýstra svæða

> Reglur eru misjafnar milli friðlýstra svæða og því þurfa hundaeigendur að kanna hvaða reglur eru í gildi á hverjum stað áður en haldið er inn á friðlýst svæði.

> Þar sem hundar eru bannaðir innan friðlýstra svæða er það til að trufla ekki upplifun ferðamanna á svæðinu.

> Engin lagaheimild er í lögum um friðlýsingar til að takmarka eða banna hunda innan friðlýstra svæða

Heilbrigði hunda

=

Dýralæknar sjá um allt sem viðkemur heilbrigði hunda og oft á tíðum er um fyrirbyggjandi aðgerðir að ræða.

> Bólusetningar.
> Heilsufarsskoðanir.
> Tannhreinsun.
> Eftirlit með meðgöngu hjá tíkum.

=

Hundasnyrtar og hundasnyrtistofur

> Feldhirða er mjög misjöfn og mismikil eftir feldgerð hundategundarinnar
> Klóaklipping

Örmerki

=

Örmerki er lítið hylki sem er sett undir húðina á dýrum. Örmerkið inniheldur örflögu sem geymir 15 stafa númer sem er sent með útvarpsbylgjum yfir í örmerkjaskanna þegar honum er rennt yfir örmerkið.

=

Dýralæknar

> Örmerkja gæludýr.

Dýraauðkenni

> Starfrækir gagnagrunn sem inniheldur örmerki fyrir öll gæludýr á Íslandi.

> Hægt að fletta upp eiganda eftir örmerkjanúmeri.

Ræktun og sýningar

=

Ræktun hunda fylgir þeim reglum sem settar eru í lögum og reglugerð um dýravelferð.

=

Ræktun á hreinræktuðum hundum fylgir þeim reglum sem eru settar af Hundaræktarfélagi Íslands og FCI sem er alþjóðleg samtök hundaræktunarfélaga.

=

Hreinræktaðir hundar eru skráðir í ættbók sem staðfestir uppruna þeirra. Fyrir sumar hundategundir eru settar heilsufarskröfur sem þarf að uppfylla áður en ættbók er gefin út (m.a. mjaðmalos, hjartamurr, arfgengir augnsjúkdómar).

=

Hundasýningar eru vettvangur til að meta hunda samkvæmt ræktunarmarkmiði hverrar tegundar. Hundadómarar eru sérfræðingar í líkamsbyggingu og útliti hunda. Oftast sérhæfa dómarar sig í ákveðinni tegund eða tegundahópi.

Innflutningur

=

Matvælastofnun

> Setur reglur um innflutning og fylgir því eftir að reglunum sé fylgt til hins ítrasta.

=

Erlendir dýralæknar

> Sjá um að dýr séu bólusett og meðhöndluð skv. fyrirmælum Matvælastofnunar áður en til innflutnings kemur.

=

Flugfélög

> Sjá um að flytja hunda til landsins. Óheimilt er að flytja dýr með skipi til landsins.

=

Einangrunarstöðvar

> Hundar og kettir þurfa að vera 14 daga í sóttkví við komuna til landsins.
> Einangrunarstöðin Mósel
> Einangrunarstöðin í Reykjanesbæ

Tryggingar

=

Sjúkdómatrygging

> Hægt er að kaupa nýja trygg­ingu fyr­ir hund á ald­urs­bil­inu átta vikna til fimm ára.

> Trygg­ing­in fell­ur úr gildi þeg­ar hund­ur­inn hef­ur náð 10 ára aldri.

=

Líftrygging

> Fylgir yfirleitt sjúkdómatryggingu og hefur sömu skilmála.

=

Afnotamissistrygging

> Hugsuð fyrir ræktendur sem eru að flytja inn hunda með tilheyrandi kostnaði.

=

Umönnunartrygging

> Bætir kostnað vegna vistunar og gæslu gæludýrs ef eigandi slasast eða meiðist.

=

Ábyrgðartrygging

> Er yfirleitt innifalin í hundaeftirlitsgjöldum sveitarfélaga.
> Bætir tjón sem hundur veldur á eigum annarra en eiganda.
> Ef hundur verður fyrir bíl og bíllinn skemmist þarf eigandi hundsins að bæta tjónið á bílnum.

=

Skilmálar hundatrygginga

Veikir hundar og slasaðir

=

Dýralæknar eru einu aðilarnir sem hafa réttindi til að sinna veikum dýrum og geta skrifað upp á lyf fyrir þau vegna veikinda, sjúkdóma eða slysa. Alltaf skal hafa samband við dýralækni í eftirtöldum tilfellum.

> Bráðaveikindi
> Slys
> Sjúkdómar
> Veikindi

=

Dýralæknar

> Slasaða hunda á alltaf að fara með beint til næsta dýralæknis.
> Eftir hefðbundinn opnunartíma skal hringja í neyðarvakt dýralækna.

=

Lögregla

> Ef einstaklingur finnur slasað dýr en getur ekki komið því til dýralæknis skal hafa strax samband við lögreglu sem kemur dýrinu til dýralæknis.

Neyðarvakt dýralækna

=

Neyðarvakt miðast við virka daga frá kl. 17:00 til kl. 8:00 næsta dag og helgar frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 8:00 á mánudegi.

=

Matvælastofnun sér um skipulag neyðarvakta.

=

Dýralæknar og dýralæknastofur skipta með sér neyðarvöktum.

> Á höfuðborgarsvæðinu skipta dýralæknastofur með sér vöktum utan hefðbundins opnunartíma og um helgar.
  s: 530 4888

> Á landsbyggðinni eru sjálfstætt starfandi dýralæknar sem skipta með sér neyðarvöktum.

> Upplýsingar um svæðaskiptingu og neyðarnúmer eru á heimasíðu Matvælastofnunar.

Velferð hunda og dýraníð/vanræksla

=

Matvælastofnun

> Reglur um velferð gæludýra.
> Tekur við tilkynningum um dýraníð.
> Rannsakar tilkynningar um dýraníð.

=

Dýraníð/vanræksla

> Tilkynna skal Matvælastofnun um dýraníð og vanrækslu.
> Matvælastofnun sendir kærur til lögreglu þegar dýraníð er talið hafa átt sér stað.
> Einstaklingar geta ekki kært dýraníð til lögreglu.

Pössun fyrir gæludýr og heimilisleit

=

Hundahótel

> Hentar vel fyrir stuttan tíma

=

Jafningjapössun

> Fólk með dýr sem skiptist á að passa fyrir hvert annað.
> Oft sem fólk með sömu hundategund skiptist á að passa.

=

Dýrahjálp

> Aðstoðar við að koma dýrum fyrir á nýjum heimilum sem þess þurfa.

Týndir hundar og lausir (fundnir) hundar

=

Samfélagsmiðlar

> Hundasamfélagið.
> Týnd/fundin dýr.
> App fyrir týnd dýr (Dýrfinna).

=

Heilbrigðiseftirlit

> Sækir lausa hunda og kemur til eigenda eða á hundahótel, eigandi þarf að greiða handsömunargjald og allan áfallinn kostnað.

=

Dýrafulltrúar

> Sjálfboðaliðar sem aðstoða við að koma lausum hundum til eigenda.

> Eru með örmerkjalesara og nota þjónustu Dýraauðkennis til að finna eigendur.

Dýrfinna og hundasveitin

=

Ef dýr týnist er hægt að nota app frá Dýrfinnu* til að koma upplýsingum á framfæri til allra sem nota appið. Þá getur fólk í nágrenni við staðinn þar sem dýrið týndist skimað eftir því og látið vita ef það hefur upplýsingar sem geta gagnast við leitina.

=

Hundasveitin er hópur sjálfboðaliða sem skipuleggur leit að hundum og öðrum dýrum sem týnast. Hundar geta verið týndir lengi áður en þeir finnast aftur og leitarsvæði getur verið mjög stórt. Hundasveitin heldur utan um leitarsvæðið og leiðbeinir öðrum sjálfboðaliðum hvar best er að leita hverju sinni.

*Væntanlegt 2022

Starfandi hundar

=

Björgunar- og leitarhundar

> Björgunar- og leitarhundar eru sérþjálfaðir til leitar og björgunar og eru m.a. notaðir í víðavangsleit, snjóflóðaleit, rústaleit og sporaleit.
> Björgunarhundasveit Íslands 
> Leitarhundar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar

=

Smalahundar

> Smalahundar eru bændum ómissandi við að sækja fé og halda því saman. Hafa þeir verið ræktaðir öldum saman í þeim tilgangi.
> Smalahundafélag Íslands

=

Leiðsögu- og hjálparhundar

> Leiðsöguhundar eru öflugt hjálpartæki fyrir blint og alvarlega sjónskert fólk.
> Hjálparhundar aðstoða eigendur sína við ákveðin verkefni, bæði athafnir og eins að gefa eigendum merki t.d. ef flog eða sykurfall er yfirvofandi.
> Blindrafélagið
> Hjálparhundar Íslands

Almenningssamgöngur

=

Heimilt er að fara með hunda í strætó innan höfuðborgarsvæðisins utan annatíma.

=

Hundareigendur eiga að fara með hundana inn um aftari dyr og hundar mega ekki vera uppi í sætunum.

Hundsbit

=

Misjafnt eftir sveitarfélögum hvort hundsbit séu brot á reglum eða ekki.

=

Skortir samræmi í vinnubrögðum á milli sveitarfélaga/heilbrigðiseftirlita

=

Lögregla

> Ef lögregla er kölluð til er tekin skýrsla og send á heilbrigðiseftirlit.

=

Heilbrigðiseftirlit

> Fer fram á mat á skapgerð hunda sem bíta hjá óháðum aðila.
> Getur farið fram á að hundi sé lógað.

=

Tryggingafélög

> Ef hundur er ábyrgðartryggður á tryggingin að bæta allt tjón sem hundur veldur.
> Ábyrgðartrygging er oftast innifalin í eftirlitsgjaldi.

Dauðir hundar/dýr

=

Dýralæknar

> Ef hundur deyr af náttúrulegum orsökum er best að hafa samband við dýralækni næsta virka dag. Dýralæknir getur þá gefið út dánarvottorð sem sum sveitarfélög gera kröfu um fyrir niðurfellingu hundaleyfisgjalda.

=

Áhaldahús/hverfismiðstöð sveitarfélaga

> Hundar og önnur dýr sem finnast dauð á víðavangi er best að tilkynna til áhaldahúss/hverfismiðstöðvar í því sveitarfélagi eða hverfi þar sem dýrið er staðsett. Starfsfólk áhaldahúss fer með dauð gæludýr til næsta dýralæknis til að hægt sé að hafa upp á eiganda.

> Ef grunur er um að dýr hafi dáið af völdum dýraníðs eða vanrækslu á að hafa samband við MAST.

> Utan opnunartíma áhaldahúsa er það á ábyrgð lögreglu að sjá um að fjarlægja dauð dýr.

Ákall um heildarlöggjöf um hundahald

=

Allt of margir opinberir aðilar koma að lögum og reglugerðum um hundahald.

=

Of mörg grá svæði þar sem opinberir aðilar vísa ábyrgð hver á annan.

=

Sveitarfélög fá of mikið sjálfsákvörðunarvald yfir hundaeigendum og kjörnir fulltrúar geta tekið geðþóttaákvarðanir um hunda og hundaeigendur án nokkurs samráðs né kynningar.

=

Of margt er óljóst varðandi réttindi hundaeigenda.

=

Í dag eru reglur um hundahald fyrst og fremst settar fyrir hundaeigendur sem fara ekki eftir reglum um hundahald.

=

97-99% hundaeigenda eru ábyrgir hundaeigendur.